Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 13:37
Elvar Geir Magnússon
Jón Rúnar að sópa upp polla á Ólafsvíkurvelli
Það vantar ekki ástríðuna í Jón Rúnar.
Það vantar ekki ástríðuna í Jón Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Næstsíðasta umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í dag og verður flautað til leiks klukkan 14.

Haustið er mætt með öllu sem því fylgir en mikil rigning í Ólafsvík hefur gert það að verkum að völlurinn þar er hundblautur.

FH-ingar eru í heimsókn í Ólafsvík og fyrir leikinn var allt gert til að koma vellinum í eins gott stand og mögulegt var. Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, tók virkan þátt í því eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Jón Rúnar hjálpaði til við að reyna að sópa upp polla á vellinum.

Þess má geta að þetta er síðasti heimaleikur Ólsara á náttúrulegu grasi. Þeir hafa ákveðið að skipta yfir í gervigras.

Um er að ræða mjög mikilvægan leik. Heimamenn eru í fallsæti og FH í Evrópubaráttu.



Beinar textalýsingar:
14:00 Stjarnan - Valur
14:00 Fjölnir - KR
14:00 Víkingur Ó - FH
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 KA - Grindavík
14:00 Víkingur R - ÍA
Athugasemdir
banner
banner