Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Messi spurði mig hversu gamall ég væri"
Maffeo í baráttu við Messi í gær.
Maffeo í baráttu við Messi í gær.
Mynd: Getty Images
Barcelona vann öruggan 3-0 sigur á Girona þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Börsungar hafa verið vel af stað og eru með fullt hús stiga í deildinni eftir fyrstu sex leikina.

Lionel Messi tókst ekki að skora leiknum, en stór ástæða fyrir því var að hann var vel dekkaður í leiknum. Pablo Maffeo, sem er lánsmaður frá Manchester City, fékk það verkefni að dekka Messi, en þeir tveir töluðu nokkuð saman á meðan leiknum stóð.

„Hann (Messi) spurði mig að nokkru, hvort ég væri í láni frá Manchester og hversu gamall ég væri," sagði Maffeo eftir leikinn.

„Ég átti að dekka hann og ég varð að vera nálægt honum og ekki horfa á boltann. Þetta var erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner