Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 24. september 2017 16:38
Elvar Geir Magnússon
Milos: Hefur verið besta ár lífs míns
Milos á hliðarlínunni.
Milos á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, viðurkennir að það sé mikill léttir að liðið hafi innsiglað áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 ÍBV

„Það er skylda hjá Breiðabliki að vera í deild þeirra bestu. Miðað við hvernig sumarið þróaðist eigum við að vera ánægðir. Blikar eru væntanlega ekki sáttir við tímabilið en það þarf að greina þetta mjög vel, ekki bara úrslitin," segir Milos.

Hann segir að sjálfstraustið innan Blikaliðsins hafi ekki verið gott.

Sparkspekingar gera ráð fyrir því að Milos haldi ekki áfram sem þjálfari Blika eftir tímabilið.

„Ég lifi á minni vinnu. Til að ég haldi áfram þá verða báðir aðilar að vera tilbúnir í það. Þetta ár hefur ekki verið eftir uppskrift en hefur samt verið besta ár lífs míns. Ég varð pabbi í fyrsta sinn. Það eru aðrir hlutir í þessu. Eins og hvort ég verði áfram á Íslandi. Minn samningur er til 16. október, ég hef ekki verið rekinn ennþá."

Milos segist ekki vera stressaður fyrir því hvað framtíðin mun bera í skauti sér en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner