Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. september 2017 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Mourinho hélt utan um fjórða dómarann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, stýrði sínu liði til sigurs gegn Southampton í gær.

Lærisveinar Mourinho áttu alls ekki sinn besta leik, en það eru mörkin sem telja. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri.

Mourinho vakti mikla athygli á hliðarlínunni í gær, svona eins og hann gerir oftast.

Eitt atvik hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var þegar Mourinho tók utan um fjórða dómarann, Sam Jones, og knúsaði hann. Það þótti minna á eitt atriði úr Óskarverðlaunamyndinni Titanic.

Mourinho var síðan rekinn af velli fyrir að stíga heldur langt inn á völlinn undir lok leiksins.

Hér að neðan má sjá myndir af þessu.






Fyrir þetta var Mourinho rekinn upp í stúku:



Athugasemdir
banner
banner
banner