Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. september 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rakitic: Sem betur fer hlustaði ég á eiginkonu mína
Ætlaði á staðinn þar sem hryðjuverkaárásin í Barcelona var framin
Rakitic í leik með Barcelona.
Rakitic í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic segist hafa verið nálægt því að fara á staðinn í Barcelona þar sem hryðjuverkaárás var framin í ágúst, nokkrum mínútum áður en árásin var framin.

Ódæðismaður keyrði á vegfarendur í miðbæ Barcelona með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust.

Þetta var fallegur dagur í Barcelona, það er að segja áður en árásin var framin, en Rakitic hafði planað það að fara með fjölskyldu sinni í miðbæinn. Sem betur fer ákvað eiginkona hans hins vegar að fara fyrst með börnin í garðinn svo þau gætu leikið sér.

„Ég var mjög nálægt þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað," sagði Rakitic við Goal.com.

„Ég fór í bæinn með fjölskyldu minni og við ætluðum að fara á staðinn þar sem árásin var framin. Ég vildi fara þangað en eiginkona mín sagði við mig að þetta væri fallegur dagur og við ættum að leyfa börnunum að leika sér í garðinum."

„Sem betur fer hlustaði ég á hana."

„Við vorum þremur eða fjórum mínútum frá því að fara þangað.
Síðan fór ég að fá símtöl frá vinum og fjölskyldu sem vildu vita hvort það væri allt í lagi með okkur."

Athugasemdir
banner
banner