Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. september 2017 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Volland með tvö í sigri Leverkusen
Volland skoraði tvö.
Volland skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í þýsku úrvalsdeildinni á þessu ágæta sunnudegi.

Bayer Leverkusen fékk Hamborg í heimsókn og þar var Kevin Volland í miklu stuði hann skoraði tvö mörk.

Volland kom Leverkusen yfir í leiknum, Lucas Alario bætti við og Kevin Volland rak síðasta naglann í líkistu Hamburger SV.

Þetta var annar sigur Leverkusen á tímabilinu, en þeir rifu sig upp töfluna með þessum sigri. Þeir eru núna í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Hamburger SV hefur safnað sex stigum.

Í hinum leik dagsins gerðu Hannover 96 og Köln markalaust jafntefli. Hannover er í fjórða sæti með 12 stig á meðan Köln er á botni deildarinnar. Þeir eru aðeins með eitt stig.

Bayer 3 - 0 Hamburger
1-0 Kevin Volland ('20 )
2-0 Lucas Alario ('23 )
3-0 Kevin Volland ('83 )

Hannover 0 - 0 Köln
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner