Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. október 2014 00:41
Magnús Már Einarsson
Heimild: Blikar.is 
Finnur Orri ætlar að fara frá Breiðabliki
Finnur Orri Margeirsson.
Finnur Orri Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við félagið en þetta kemur fram á Blikar.is í kvöld.

Ástæða þess að Finnur Orri spilar ekki áfram með Blikum eru fyrst og fremst knattspyrnulegar segir í fréttinni á blikar.is.

Finnur Orri hefur rætt við bæði FH og KR og líklegt er að þessi 23 ára gamli leikmaður muni annað hvort fara í Hafnarfjörðinn eða í Vesturbæ.



Af blikar.is
Finnur Orri Margeirsson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann hefur ákveðið að leita á önnur mið og mun það skýrast fljótlega hvar hann mun spila næsta sumar. Ástæður þess að Finnur Orri spilar ekki með okkur næsta sumar eru fyrst og fremst knattspyrnulegar.

Ljóst er að við Blikar munum sakna Finns Orra enda hefur hann verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár. En það kemur alltaf maður í manns stað og við Blikar eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Þeir fá því tækifæri að sanna sig fyrir næsta sumar hjá nýja þjálfarateyminu, Arnari Grétarssyni og Kristóferi Sigurgeirssyni.

Blikar.is kveður Finn Orra með söknuði og óskar honum velfarnaðar á nýjum heimavelli. En við erum þess fullvissir að við eigum eftir að sjá leikmanninn aftur í græna búningnum innan fárra ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner