Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. október 2014 12:34
Magnús Már Einarsson
Finnur Orri í FH (Staðfest)
Finnur Orri við undirskriftina ásamt Guðlaugi Baldurssyni aðstoðarþjálfara og Birgi Jóhannssyni framkvæmdastjóra.
Finnur Orri við undirskriftina ásamt Guðlaugi Baldurssyni aðstoðarþjálfara og Birgi Jóhannssyni framkvæmdastjóra.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson hefur gengið til liðs við FH en þetta kemur fram á fhingar.net.

Finnur Orri hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH-inga.

,,Mér líst mjög vel á FH. Þetta er heillandi klúbbur," sagði Finnur Orri við Fótbolta.net fyrr í dag.

,,Ég held að það hafi allir gott af því að breyta um umhverfi öðru hvoru. Ég er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og þeir hafa gert allt fyrir mig. Stundum þarf maður nýtt umhverfi og ég held að þetta gæti verið gott skref fyrir alla."

Finnur Orri er 23 ára gamall varnar og miðjumaður en hann var fyrirliði Blika á nýliðnu tímabili.

Finnur hefur leikið með Blikum allan sinn feril en hann á að baki 163 meistaraflokksleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner