Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. október 2014 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hjörtur Hjartar skoðar enska og El Clasico á X-inu á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X-inu FM 97,7 á morgun milli 12 og 14. Evrópufótboltinn verður fyrirferðamikill að þessu sinni.

Umsjónarmenn þáttarins Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað auk þess sem Magnús Már Einarsson verður á kantinum.

Gestur þáttarins er Hjörtur Hjartarson markahrókur og fréttamaður en hann var á Anfield þegar Real Madrid lagði Liverpool örugglega í Meistaradeildinni.

Rætt verður við Hjört um enska boltann og einnig um El Clasico sem verður 16 á laugardag þegar Real Madrid og Barcelona eigast við.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner