fös 24. október 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Livermore: Get komist í enska landsliðið gegnum Hull
Hull er með 10 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar.
Hull er með 10 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar.
Mynd: Getty Images
Jake Livermore vill komast í enska landsliðið eftir að hafa fundið sig hjá Hull City.

Livermore var leikmaður Tottenham en var seldur til Hull á 8 milljónir í sumar eftir góða frammistöðu sem lánsmaður.

,,Ég er uppalinn Tottenham stuðningsmaður og bjó 10 mínútum frá leikvanginum, en þurfti að færa mig um 330 kílómetra til að spila reglulega," sagði Livermore.

,,Þetta var mín ákvörðun. Það var of mikið um tóm loforð þar sem þjálfararnir sögðu að maður fengi tækifæri með góðri frammistöðu, svo eru allt í einu átta aðrir miðjumenn á undan í goggunarröðinni.

,,Ég var lánaður til Hull og fann allt sem ég óskaði mér. Steve Bruce og þjálfarateymið hefur alltaf verið heiðarlegt og það er mjög gott fyrir mig.

,,Mig langar að spila fyrir landsliðið, við unnum eina leikinn sem ég spilaði. Fabian Delph sannaði að maður kemst í landsliðið ef maður spilar vel og ég vona að Roy Hodgson skoði mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner