Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 24. október 2014 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Manchester United undirbýr tilboð í Garay
Ezequiel Garay í baráttunni við Robin van Persie í sumar
Ezequiel Garay í baráttunni við Robin van Persie í sumar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United undirbýr nú tilboð í argentínska varnarmanninn Ezequiel Garay sem leikur hjá Zenit í Rússlandi en Mirror greinir frá þessu í kvöld.

Manchester United hefur gengið afar illa að verjast á þessu tímabili og er varnarlína félagsins ansi þunnskipuð en búist var við að Louis van Gaal, stjóri félagsins, myndi fá fleiri varnarmenn til félagsins í sumarglugganum.

Hann fékk Marcos Rojo og Daley Blind til félagsins en nú virðist hann ætla að styrkja varnarlínuna enn frekar í janúar.

Mirror greinir frá því að van Gaal ætli sér að bjóða í Garay en njósnarar á vegum Man Utd voru mættir á leik Zenit í Meistaradeildinni í vikunni.

Real Madrid hefur einnig áhuga á að fá Garay aftur í sínar raðir en félögin koma væntanlega til með að berjast um hann í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner