Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. október 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mazzarri: Neyðarástand hjá Inter
Walter Mazzarri segir neyðarástand ríkja innan herbúða Internazionale.
Walter Mazzarri segir neyðarástand ríkja innan herbúða Internazionale.
Mynd: Getty Images
Walter Mazzarri segir neyðarástand vera í gangi hjá Inter sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Inter gerði markalaust jafntefli við Saint-Etienne í Evrópudeildinni í gær og er á toppi riðilsins með sjö stig á meðan St-Etienne er með þrjú stig og markatöluna 0-0 eftir þrjár umferðir.

Mazzarri vildi ekki tjá sig um hvers vegna goðsögnin Massimo Moratti sagði af sér sem heiðursforseti félagsins á dögunum.

,,Það er neyðarástand í gangi og ofan á það þurfum við að spila á þriggja daga fresti og erum því þreyttari en vanalega," sagði Mazzarri við Mediaset Sport.

,,Í dag þurftum við að gera margar breytingar á liðinu og miðað við ástandið var þetta góð frammistaða. Það er mikilvægt að halda áfram að safna stigum.

,,Það gengur vel hjá okkur í Evrópudeildinni og við áttum góðan leik gegn Napoli (2-2) í síðustu umferð ítölsku deildarinnar, þrátt fyrir að nota sex unglinga í leiknum."

Athugasemdir
banner
banner
banner