Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. október 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Nokkrar vikur í Koscielny
Laurent Koscielny.
Laurent Koscielny.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Laurent Koscielny muni ekki snúa aftur í liðið fyrr en eftir landsleikjahléið í næsta mánuði.

Koscielny hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla á hásin og nú er ljóst að hann mun í fyrsta lagi snúa aftur gegn Manchester United 22. nóvember.

,,Ég get ekki gefið dagsetningu á endurkomu hans. Ég vona að hann verði klár eftir landsleikjahléið," sagði Wenger.

Arsenal hefur verið í meiðslavandræðum í vörninni en líklegt er að Calum Chambers eða Nacho Monreal verði í hjarta varnarinnar með Per Mertesacker gegn Sunderland á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner