Bjarni tekur líklega við
Rúnar Kristinsson er hættur sem þjálfari KR en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta við Stöð 2.
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta við Stöð 2.
Rúnar er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Lilleström en hann spilaði með norska félaginu frá 1998 til 2000.
Rúnar tók við þjálfun KR sumarið 2010 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari undir hans stjórn.
Nýr þjálfari KR verður kynntur á fréttamannafundi næstkomandi þriðjudag en allt bendir til þess að það verði Bjarni Guðjónsson fyrrum fyrirliði KR og fráfarandi þjálfari Fram.
Athugasemdir