Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 24. október 2014 10:01
Magnús Már Einarsson
Serbar fá sigurinn gegn Albaníu en tapa stigum
Mitrovic dregur albanska fánann niður.
Mitrovic dregur albanska fánann niður.
Mynd: Getty Images
Serbum hefur verið dæmdur 3-0 sigur á Albaníu í leik liðanna fyrr í mánuðinum.

UEFA hefur hins vegar ákveðið að draga einnig þrjú stig af Serbum eftir leikinn.

Leikurinn var blásinn af í fyrri hálfleik en lætin hófust þegar lítill dróni flaug með albanska fánann yfir völlinn. Þegar serbneski landsliðsmaðurinn Aleksander Mitrovic dró niður fánann réðust leikmenn Albaníu á hann og allt varð vitlaust.

Serbar þurfa einnig að spila næstu tvo heimaleiki fyrir luktum dyrum en það eru leikir gegn Dönum og Armenum.

Knattspyrnusamband Serbíu og knattspyrnusamband Albaníu hafa fengið 100 þúsund evra sekt að auki en knattspyrnusamband Albaníu ætlar að áfrýja úrskurði UEFA.
Athugasemdir
banner
banner