Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. október 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Síðasta tímabil Rio Ferdinand
Rio Ferdinand er kominn lant yfir sitt besta.
Rio Ferdinand er kominn lant yfir sitt besta.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, hyggst leggja skóna á hilluna í lok tímabils. Hann leikur nú með Queens Park Rangers.

„Ég er ekkert hræddur við það að leggja skóna á hilluna. Það eru næg verkefni sem taka við og spennandi tímar," segir þessi 35 ára miðvörður.

Ferdinand er fyrrum leikmaður West Ham, Leeds og Manchester United en hann hyggst starfa áfram kringum fótboltann. Hann er að mennta sig í þjálfarafræðum auk þess sem hann hefur starfað sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi.

„Ég hef haft gaman að starfi mínu fyrir BT og BBC á HM í sumar. Ég er nokkuð viss um að ég mun halda áfram í sjónvapi og svo er ég að læra fyrir þjálfararéttindi. Auk þess er ýmislegt ótengt fótbolta sem ég hef áhuga á að gera," segir Ferdinand.

Ferdinand hefur ekki sýnt góða frammstöðu það sem af er tímabili og margir tala um að tankurinn sé tómur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner