Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. október 2016 11:23
Magnús Már Einarsson
Guðjón Árni framlengir við Keflavík
Guðjón í leik með Keflavík í sumar.
Guðjón í leik með Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Árni Antoníusson hefur framlengt samning sinn við Keflavík en hann ætlar að leika áfram með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

„Ásamt því að spila með Keflavík mun Guðjón sjá um þrek- og styrktarþjálfun leikmanna meistaraflokks karla. Það er mikill fengur að hafa Guðjón áfram hjá klúbbnum í þeirri baráttu sem er framundan að komast upp í deild þeirra bestu," segir í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

Hinn 33 ára gamli Guðjón hóf feril sinn með Keflavík árið 2002 og hefur síðan spilað 270 leiki með meistaraflokk, 233 með Keflavík og 37 með FH í deild og bikar, og skorað í þeim 20 mörk.

Þá var hann Íslandsmeistari með FH 2012 og Bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006.

Á síðasta tímabili spilaði Guðjón sautján leiki þegar Keflavík endaði í 3. sæti í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner