Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. október 2016 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Gullknötturinn - Flestir sem fengu tilnefningu spila á Spáni
Andres Iniesta er einn þeirra sem var tilnefndir
Andres Iniesta er einn þeirra sem var tilnefndir
Mynd: Getty Images
La Liga, spænska úrvalsdeildin, er sú deild sem flestir leikmenn sem tilnefndir voru til gullknattarins spila með.

Alls eru 13 sem spila á Spáni sem voru tilnefndir en átta leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fengu tilnefningu. Fimm spila í Þýskalandi, þrír á Ítalíu og einn í Portúgal.

Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar, Luis Suarez, Gareth Bale, Antoine Griezmann, Diego Godin, Andres Iniesta, Koke, Toni Kroos, Luka Modric, Pepe og Sergio Ramos eru þeir leikmenn sem spila á Spáni og fengu tilefningu.

Jamie Vardy er eini Englendingurinn sem var tilnefndur en hann er sá fyrsti síðan Wayne Rooney fékk sömu viðurkenningu árið 2012. Aðrir í ensku úrvalsdeildinni sem fengu tilnefningu eru; Hugo Lloris, Dimitri Payet, Paul Pogba, Sergio Aguero, Kevin De Bruyne, Zlatan Ibrahimovic og liðsfélagi Vardy hjá Leicester, Riyad Mahrez
Athugasemdir
banner
banner