Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. október 2016 17:04
Elvar Geir Magnússon
Gullknötturinn - Þessir 30 eru tilnefndir
Cristiano Ronaldo er langlíklegastur til að fá gullknöttinn.
Cristiano Ronaldo er langlíklegastur til að fá gullknöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, kemst ekki á topp 30 listann yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru til gullknattarins 2016 en þau verðlaun fær sá sem valinn er sem besti fótboltamaður heims.

Özil hefur verið magnaður með Arsenal í upphafi leiktíðar en fær ekki tilnefningu. Það sama á við um Alexis Sanchez liðsfélaga hans. Þá kemst David De Gea, markvörður Manchester United, ekki pláss.

Alls eru átta úr ensku úrvalsdeildinni tilnefndir, þar á meðal Jamie Vardy sem er eini Englendingurinn á listanum.

Flestir búast við því að Cristiano Ronaldo hljóti verðlaunin en hann fagnaði gullverðlaunum í Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ásamt því að verða Evrópumeistari með portúgalska landsliðinu.

30 manna listinn
Sergio Aguero (Manchester City)
Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund)
Gareth Bale (Real Madrid)
Gianluigi Buffon (Juventus)
Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
Kevin De Bruyne (Manchester City)
Paulo Dybala (Juventus)
Diego Godin (Atlético Madrid)
Antoine Griezmann (Atlético Madrid)
Gonzalo Higuain (Napoli/Juventus)
Zlatan Ibrahimovic (PSG/Manchester United)
Andrés Iniesta (Barcelona)
Koke (Atletico Madrid)
Toni Kroos (Real Madrid)
Robert Lewandowski (Bayern München)
Hugo Lloris (Tottenham Hotspur)
Riyad Mahrez (Leicester City)
Lionel Messi (FC Barcelona)
Luka Modric (Real Madrid)
Thomas Muller (Bayern München)
Manuel Neuer (Bayern München)
Neymar (Barcelona)
Dimitri Payet (West Ham United)
Pepe (Real Madrid)
Paul Pogba (Manchester United)
Rui Patricio (Sporting Lissabon)
Sergio Ramos (Real Madrid)
Luis Suarez (Barcelona)
Jamie Vardy (Leicester City)
Arturo Vidal (Bayern München)
Athugasemdir
banner
banner