Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. október 2016 08:30
Kristófer Kristjánsson
Henry: Leikmenn Chelsea vildu troða sokk upp í Mourinho
Thierry Henry skoraði þau nokkur gegn Chelsea á sínum tíma
Thierry Henry skoraði þau nokkur gegn Chelsea á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, álitsgjafi á Sky og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að leikmenn Chelsea vildu sanna sig gegn Mourinho eftir erfiðin á síðasta tímabili.

„Sumir þessara leikmanna voru ekki í náðinni hjá Mourinho í fyrra; hann henti mörgum þeirra úr liðinu og var ekki ánægður með frammistöður þeirra. Þeir vildu sanna mál sitt gagnvart deildinni, stuðningsmönnum, sjálfum sér en líka gagnvart Mourinho og helst troða sokk upp í hann," sagði Henry.

Henry heldur að með svona sigri og frammistöðu hafi Antonio Conte og hans menn sýnt að þeir geti barist um efsta sætið í ár.

„Jafnvægið í liðinu er gott og þeir spila með miklum eldmóð. Auðvitað hjálpar að skora svona snemma en þeir meðhöndluðu það líka rétt og stjórnuðu leiknum."

Chelsea sitja í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig eftir fyrstu níu umferðirnar, aðeins einu stigi frá toppliðunum þremur sem öll eru með 20 stig.

Athugasemdir
banner
banner
banner