mán 24. október 2016 19:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Gísli með nýjan samning við ÍR
Ström-vélin áfram í Breiðholti.
Ström-vélin áfram í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jón Gísli Ström hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, ÍR í Breiðholti. ÍR-ingar unnu 2. deildina í sumar og leika í Inkasso-deildinni á næsta ári.

„Það verður spennandi að fylgjast með þessum frábæra leikmanni í Inkasso-deildinni á næsta ári. Gleðitíðindi fyrir alla ÍR-inga!" segir í tilkynningu frá ÍR á Facebook.

Jón Gísli er 23 ára gamall en hann var algjörlega óstöðvandi með ÍR í sumar og skoraði 22 mörk í 21 leik og varð markakóngur 2. deildar.

Þá var hann valinn leikmaður ársins af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

„Þetta er félagið sem ég hef alist upp í og mér líður vel þar. Ég vildi bara komast upp úr þessari deild, við erum þannig klúbbur að við eigum heima ofar," sagði Jón Gísli í viðtali eftir að hann var kjörinn leikmaður ársins í 2. deild.

„Ég skora 15+, ég lofa því," sagði hann um næsta sumar í Inkasso-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner