Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 24. október 2016 12:51
Magnús Már Einarsson
Sissoko ákærður fyrir olnbogaskotið
Mynd: Getty Images
Moussa Sissoko, leikmaður Tottenham, hefur verið ákærður fyrir að gefa Harry Arter olnbogaskot í leiknum gegn Bournemouth um helgina.

Dómari leiksins sá ekki atvikið en Sissoko á nú yfir höfði sér þriggja leikja bann.

Arter greindi frá því eftir leikinn að Sissoko hafi sagt að um slys hafi verið að ræða.

„Ég ætla ekkert að ergja mig á þessu, hann baðst afsökunar eftir leikinn og sagði að þetta hefði verið óhapp. Stundum bregst maður við í hita leiksins en ef þetta var óvart þá vona ég að hann fari ekki í leikbann," sagði Arter eftir leikinn.

Sissoko fær tíma til klukkan 17 á morgun til að svara ákærunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner