Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. október 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sonur stjórnarformannsins fékk að ráða leikmannakaupum
Karl Robinson
Karl Robinson
Mynd: Getty Images
Karl Robinson hefur verið rekinn frá MK Dons eftir sex og hálft ár í starfi.

MK Dons féll úr Championship deildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur farið illa af stað í League One, þriðju efstu deild Englands en liðið er í 19. sæti deildarinnar.

Robinson er 36 ára en hann var þriðji langlífasti þjálfarinn í enska boltanum.

Honum var lofað peninga til að styrkja leikmannahóp sinn eftir söluna á Dele Alli til Tottenham en að lokum fékk hann ekki þá peninga.

Þar af auki er enginn af fjórum varnarmönnum liðsins sem byrjuðu síðasta leik, menn sem hann keytpi sjálfur. Sonur stjórnarformanns félagsins sér um að kaupa inn leikmenn og var Robinson orðinn þreyttur af því og er hann eflaust ekki of spældur yfir þessari niðurstöðu.
Athugasemdir
banner
banner