mán 24. nóvember 2014 18:29
Elvar Geir Magnússon
Arsenal skráði ekki Giroud - Ekki með gegn Dortmund
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud skoraði laglegt mark fyrir Arsenal í 2-1 tapinu gegn Manchester United á laugardag.

Giroud verður þó ekki með þegar Arsenal mætir Borussia Dortmund á miðvikudagskvöld en hann er ekki löglegur.

Arsenal skráði hann ekki í leikmannahóp sinn fyrir Meistaradeildina þar sem hann var meiddur á ökkla og ekki var búist við því að hann kæmi aftur fyrr en eftir áramót.

Arsenal þarf aðeins eitt stig í viðbót til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og geta þá skráð Giroud löglega í þá leiki.

Markvörðurinn Wojciech Szczesny og Jack Wilshere munu einnig missa af leiknum gegn Dortmund eftir að hafa meiðst gegn Manchester United. Vonast er til þess að báðir verði þó klárir í slaginn bráðlega, meiðslin voru ekki alvarleg.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner