Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 24. nóvember 2014 17:32
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Roadhouse
Hafsteinn Briem: Sárt að heyra umræðuna um Fram
Hafsteinn Briem er kominn í ÍBV.
Hafsteinn Briem er kominn í ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmiðjumaðurinn Hafsteinn Briem sem á dögunum rifti samningi sínum við Fram hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir að hafa undirritað samninginn á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut.

„Tilfinningin er góð, ég er spenntur fyrir þessu og held að þetta sé nokkuð gott skref hjá mér," segir Hafsteinn sem var að æfa með uppeldisfélagi sínu HK eftir riftunina hjá Fram.

„Þetta var spurning um hvort maður ætlaði að taka slaginn í 1. deildinni eða reyna áfram fyrir sér í efstu deild áfram. Á endanum fannst mér ÍBV það spennandi að ég gat ekki sleppt því tækifæri."

Heimsótti Vestmannaeyjar
Jóhannes Harðarson tók við ÍBV eftir liðið tímabil en Hafsteinn fór til Eyja og skoðaði aðstæður ásamt því að ræða við hann.

„Ég fékk að heyra hver hans stefna hans er í þessu. Mér lýst vel á það og held að hann geti gert góða hluti. Ég hef heyrt góða hluti um hann, hann var atvinnumaður lengi og hlýtur að vita eitthvað. Markmiðið hjá ÍBV er að gera betur og menn vilja vera ofar en í tíunda sæti."

Enn að jafna mig eftir tímabilið
Fram hefur verið mikið í umræðunni en fjöldi leikmanna hefur yfirgefið liðið eftir fall þess niður í 1. deildina.

„Fyrir mig sjálfan er mikið vonbrigðatímabil að baki og maður er í raun enn að jafna sig eftir það. Það er mjög sárt að hlusta á umræðuna um Fram. Það var enginn sem ætlaði sér að fara eftir eitt ár og fáir bjuggust við falli. Ég taldi okkur vera með nægilega góðan hóp til að halda okkur uppi," segir Hafsteinn.

„Eins og allir vita þá var þetta kannski of mikið í einu; fá nýjan óreyndan þjálfara og allir þessir nýju leikmenn. Ég held reyndar að Bjarni geti orðið frábær þjálfari með tímanum, hann þarf bara tíma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner