mán 24. nóvember 2014 13:51
Elvar Geir Magnússon
Igor Taskovic áfram hjá Víkingi (Staðfest)
Taskovic er fyrirliði Víkings.
Taskovic er fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Igor Taskovic verður áfram með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar en þetta kemur fram á Vísi og Mbl. Taskovic var einn besti miðjumaður deildarinnar á liðnu tímabili og var valinn í úrvalslið í tímabilsins.

Taskovic lá undir feldi af fjölskylduástæðum en fjölskylda hans er erlendis.

Hann spilaði lykilhlutverk þegar Víkingar komust upp úr 1. deildinni á síðasta tímabili og þegar liðið náði fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og komust í Evrópukeppni.

Þá bendir allt til þess að Víkingar semji við danska markvörðinn Thomas Nielsen sem hefur æft með liðinu.

Ekki náðust samningar við Ingvar Kale um að hann héldi áfram hjá félaginu en hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í dag að sér hafi verið boðið 30% launalækkun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner