Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. nóvember 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi: Torres þarf að skora
Fernando Torres er kominn með eitt mark á þessari leiktíð
Fernando Torres er kominn með eitt mark á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að Fernando Torres, framherji liðsins, þurfi að fara að reima á sig markaskóna og skora.

Torres, sem er 30 ára gamall, hefur einungis skorað einu sinni á þessari leiktíð með Milan en hann er á láni frá Chelsea.

Spænski framherjinn kom sér ekki á blað gegn Inter í gær en Inzaghi telur að hann fari bráðum að troða inn mörkum.

;,Ég held að Torres fari að skora bráðlega. Við þurfum mörkin hans," sagði Inzaghi.

,,Ég reyndi að bæta sóknarleikinn með því að setja Honda, Menez, Shaarawy og Bonaventura í kringum hann til þess að þjónusta hann betur."

,,Hann gefur sig alltaf allan í verkefnið og ég ætla að nota Hernan Crespo sem dæmi. Carlo Ancelotti byrjaði alltaf með hann fremstan þegar hann skoraði ekki í tvo mánuði en svo þegar hann skoraði þá hætti hann ekki,"
sagði Inzaghi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner