Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 24. nóvember 2014 14:12
Magnús Már Einarsson
Leikmannamál
Jóhann Helgi æfir með FH
Jóhann Helgi Hannesson.
Jóhann Helgi Hannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson mun æfa með FH á næstunni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Jóhann Helgi er samningslaus og hann er að skoða stöðu sína í augnablikinu.

,,Það er alltaf kostur númer eitt ef það verður í boði," sagði Jóhann Helgi við Fótbolta.net um möguleikana á að ganga í raðir FH.

Jóhann Helgi var á dögunum á reynsu hjá Florø Sk í þriðju efstu deild í Noregi en hann gæti fengið samningstilboð þar.

,,Það gekk vel þar. Þetta er svipaður styrkleiki og hjá Þór og ég vil ekki fara út til að vera í sama pakka. Ég vil vera í sterkari deild og Pepsi-deildin er líklegri af því að hún er sterkari," sagði Jóhann Helgi.

Hinn 24 ára gamli Jóhann Helgi hefur leikið með Þór alla sína tíð en hann skoraði sjö mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

Orðrómur hefur verið um að Sigurður Marinó Kristjánsson muni einnig æfa með FH-ingum á næstunni en hann er líklega á förum frá Þór.
Athugasemdir
banner
banner
banner