mán 24. nóvember 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Udinese hafnaði Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
18 ára markvörður Udinese, Simone Scuffet, segist hafa hafnað Atletico Madrid síðasta sumar.

Scuffet átti ótrúlegt tímabil með Udinese þar sem hann lék 16 leiki milli stanganna í Serie A og talinn vera arftaki Gianluigi Buffon sem hefur verið meðal bestu markvarða heims í rúman áratug.

Scuffet hefur ekki enn fengið að spreyta sig hjá Udinese á tímabilinu en segir það vera vegna meiðsla.

,,Ég hef ekki fengið að spila jafn mikið á þessu tímabili og ég fékk á því síðasta. Ég hef verið að glíma við meiðsli," sagði markvörðurinn við Sky Italia.

,,Núna er ég að ná mér til fulls og ég vil gefa þjálfaranum hausverk þegar hann þarf að velja á milli okkar í markinu.

,,Ég hafnaði Atletico Madrid í sumar því ég vildi frekar halda áfram hjá Udinese, félagið á mikið inni hjá mér."


Scuffet hefur þá verið mikilvægur hlekkur í byrjunarliði yngri landsliða Ítalíu undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner