mán 24. nóvember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Sergio Ramos er enginn læknir
,,Sergio, þú ert ekki læknir!
,,Sergio, þú ert ekki læknir!
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, skýtur Sergio Ramos og Vicente del Bosque, vegna ummæla þeirra í garð Diego Costa og Cesc Fabregas.

Costa og Fabregas voru ekki með spænska landsliðinu gegn Hvíta Rússlandi og Þýskalandi vegna meiðsla.

Báðir voru þó með Chelsea í 2-0 sigri liðsins á WBA um helgina í ensku úrvalsdeildinni og voru þeir Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins og Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins fljótir að gagnrýna leikmennina.

Ramos talaði um að vissir leikmenn ættu að sýna spænska landsliðinu meiri virðingu og skuldbindingu en þetta en hann tók fram síðar að hann hafi ekki verið að tala um Costa og Fabregas.

Mourinho segir að ákvörðunin hafi ekki verið í höndum læknisliðs Chelsea heldur einnig spænska landsliðsins.

,,Ég þekki nú Sergio Ramos vel og hann er frábær knattspyrnumaður en hann er enginn læknir. Hann er ekki læknir og það er ég ekki heldur. Ég reyni að vinna mína vinnu eins vel og hægt er en ég er samt ekki læknir," sagði Mourinho.

,,Ég er ekki að fara að andmæla ákvörðun læknanna og ég efast um að Sergio hafi farið mastersnám i læknisfræði á síðustu árum til þess að skilja þessar ákvarðanir," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner