Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. nóvember 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Ragnar Már skoraði gegn Fulham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Már Lárusson var á skotskónum þegar U18 ára lið Brighton gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham um helgina.

Ragnar og félagar eru í 3. sæti í U18 ára deildinni í augnablikinu.

Hinn 17 ára gamli Ragnar hefur skorað 3 mörk í síðustu 3 leikjum Brighton og lagt upp tvö að auki.

Ragnar kom til Brighton frá ÍA í fyrra en hann á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner