mán 24. nóvember 2014 08:39
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður hellti rauðvíni yfir bekkinn hjá Man Utd
Úr leiknum á laugardag.
Úr leiknum á laugardag.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Arsenal var handtekinn á leik liðsins gegn Manchester United á Emirates leikvanginum í fyrradag.

Stuðningsmaðurinn var allt annað en sáttur eftir að Manchester United komst í 1-0 í leiknum.

Varamenn og starfsmenn Manchester United fögnuðu markinu vel og innilega en stuðningsmaðurinn sat rétt fyrir aftan þá.

Stuðningsmaðurinn var með rauðvínsglas í hendinni og hann ákvað að hella því yfir varamannabekkinn hjá United með þeim afleiðingum að einhverjir leikmenn og starfsmenn fengu gusu yfir sig.

Á Emirates sitja stuðningsmenn rétt fyrir aftan varamannabekkina en Arsenal ætlar að setja þennan reiða stuðningsmann í bann frá heimaleikjum á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner