Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. nóvember 2015 07:00
Elvar Geir Magnússon
Arnór Eyvar missir líklega af byrjun Pepsi-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Arnór Eyvar Ólafsson í Fjölni þarf að fara í aðgerð og er ólíklegt að hann nái byrjun Pepsi-deildarinnar á næsta ári.

Arnór er 26 ára og gekk í raðir Grafarvogsliðsins frá ÍBV fyrir síðasta tímabil. Hann lék 18 leiki fyrir Fjölni í deild og bikar en liðið hafnaði í sjötta sæti.

„Seinni hluta síðasta tímabils fór ég að finna til í náranum og kviðnum. Eftir að röntgenmyndir voru skoðaðar þá kom í ljós að það er einhver beinmyndun í mjaðmaliðnum," segir Arnór.

„Þannig að stefnan er sett á speglun á mjöðm í janúar þar sem beinið verður mótað eitthvað. Læknirinn segir að þetta séu fjórir mánuðir þangað til að ég verði kominn á fullt. Þannig að það að ég nái byrjun Pepsi-deildarinnar 2016 er svona í ólíklegari kantinum."

Fjölnismenn taka þátt í Bose-bikarnum þessa dagana en auk Arnórs eru Gunnar Már Guðmundsson og Ólafur Páll Snorrason á meiðslalistanum og missa af hluta undirbúningstímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner