banner
   þri 24. nóvember 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Elton Renato Livramento Barros í Hauka (Staðfest)
Elton Renato Livramento Barros í leik með Selfyssingum í sumar.
Elton Renato Livramento Barros í leik með Selfyssingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa samið við framherjann Elton Renato Livramento Barros en hann kemur til félagsins frá Selfyssingum.

Hinn 24 ára gamli Elton Barros er frá Grænhöfðaeyjum en hann hefur spilað með Selfyssingum undanfarin tvö tímabil.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Elton Barros en á tímabilunum tveimur á Íslandi skoraði hann níu mörk í 27 leikjum í deild og bikar.

Hann mun nú leika í framlínu Hauka næsta sumar og þá mögulega með Björgvini Stefánssyni sem varð markakóngur í 1. deildinni í sumar.

„Mér líst rosalega vel á þennan strák. Hann er öðruvísi leikmaður en Bjöggi. Bjöggi er góður í að afgreiða færi en þessi er meira í að spila í kringum sig. Hann getur líka skorað helling af mörkum fyrir okkur," sagði Luka Kostic þjálfari Hauka í samtali við Fótbolta.net í adg.

Erlend félög hafa sýnt Björgvini áhuga eftir frábæra frammistöðu í sumar en ekkert er ljóst með framtíð hans ennþá.

Miðjumaðurinn Torfi Karl Ólafsson æfir einnig með Haukum þessa dagana. Torfi Karl er uppalinn hjá KR en hann gekk til liðs við Víking Ólafsvík síðastliðinn vetur. Hann gat þó ekkert spilað þar í sumar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner