Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 24. nóvember 2015 11:50
Daníel Freyr Jónsson
FIFA óskar eftir lífstíðarbanni á Platini
Michel Platini.
Michel Platini.
Mynd: Getty Images
Michel Platini, forseti UEFA, gæti átti yfir höfði sér að vera bannaður frá afskiptum af knattspyrnu til æviloka.

Platini mun hafa tekið við óeðlilegum greiðslum úr hendi Sepp Blatter, forseta FIFA. Báðir eru þeir nú í leyfi frá störfum, en neita jafnframt sök. Upphæðin er sögð hafa numið 2 milljónum evra.

Siðanefnd FIFA mun fara fram á ævilangt bann yfir Platini samkvæmt yfirlögfræðingi FIFA, en hann greindi frá þessu í samtali við fjölmiðla í morgun.

Platini hafði áður vonast til að taka við forsetaembætti FIFA þegar Blatter lætur af störfum í febrúar. Nú virðast hinsvegar litlar sem engar líkur á að það muni gerast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner