Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2015 21:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin: Arsenal og Chelsea unnu - Barca fór illa með Roma
Alexis Sanchez skoraði tvö í dag.
Alexis Sanchez skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Börsungar fagna í kvöld.
Börsungar fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var rétt í þessu að ljúka í næst síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Arsenal þurfti að vinna Dinamo Zagreb og treysta á að Bayern Munchen myndi vinna sinn leik gegn Olympiakos og sú varð raunin. Bæði lið unnu sín lið afar sannfærandi en Alexis Sanchez og Mesut Özil áttu rosalegan leik hjá Arsenal.

Arsenal mætir Olympiakos í úrslitaleik í lokaumferðinni um hvort liðið fylgir Bayern áfram þar sem Olympiakos nægir jafntefli.

Barcelona er heitasta liðið í Evrópu í dag og það sást þegar Roma kom í heimsókn en þar var leikurinn aldrei spennandi. Leo Messi kom til baka eftir meiðsli og það var veisla. Hann og Luis Suarez skoruðu sitthvor tvö mörkin í afar öruggum sigri.

Barcelona hefur tryggt sér sigur í riðlinum en baráttan um annað sætið er galopin. Roma og Leverkusen hafa 5 stig en BATE Borisov rekur lestina með 4 stig.

Chelsea vann Tel Aviv úti í Ísrael. Chelsea er komið langt með að tryggja sér úr riðlinum með sigrinum. Chelsea og Porto eru með 10 stig, Dynamo Kiev 8 stig en Maccabi rekur lestina án stiga.

Gent vann góðan sigur í kvöld og skaust upp í 2. sæti H-riðils. Zenit er með fullt hús stiga í riðlinum en Gent og Valencia berjast um annað sætið. Fyrir lokaumferðina er Gent með 7 stig en Valencia 6 stig.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr leikjunum sex sem voru að klárast.

E-riðill:

Barcelona 6 - 1 Roma
1-0 Luis Suarez ('15 )
2-0 Lionel Andres Messi ('18 )
3-0 Luis Suarez ('44 )
4-0 Gerard Pique ('56 )
5-0 Lionel Andres Messi ('60 )
6-0 Adriano ('77 )
6-0 Neymar ('77 , Misnotað víti)
6-0 Edin Dzeko ('82 , Misnotað víti)
6-1 Edin Dzeko ('90 )

F-riðill:

Arsenal 3 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Mesut Ozil ('29 )
2-0 Alexis Sanchez ('33 )
3-0 Alexis Sanchez ('69 )

Bayern München 4 - 0 Olympiakos
1-0 Douglas Costa ('8 )
2-0 Robert Lewandowski ('16 )
3-0 Thomas Muller ('20 )
4-0 Kingsley Coman ('69 )
Rautt spjald:Holger Badstuber, Bayern ('53)

G-riðill:

Porto 0 - 2 Dynamo Kiev
0-1 Andriy Yarmolenko ('35 , víti)
0-2 Derlis Gonzalez ('64 )

Maccabi T-A 0 - 4 Chelsea
0-1 Gary Cahill ('20 )
0-2 Willian ('73 )
0-3 Oscar ('77 )
0-4 Kurt Zouma ('90 )
Rautt spjald:Tal Ben Haim, Maccabi T-A ('41)

H-riðill:

Lyon 1 - 2 Gent
1-0 Jordan Ferri ('7 )
1-1 Danijel Milicevic ('32 )
1-2 Kalifa Coulibaly ('90 )
Athugasemdir
banner
banner