Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 24. nóvember 2015 19:02
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin: Leverkusen tapaði dýrmætum stigum
Úr leik BATE og Leverkusen í kvöld.
Úr leik BATE og Leverkusen í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu, en þeir fóru fram fyrr í kvöld.

BATE Borisov nældi sér í stig gegn Bayer Leverkusen í Hvíta-Rússlandi er liðin gerðu 1-1 jafntefli. Heimamenn komust yfir strax á 2. mínútu en Admir Mehmedi tryggði Leverkusen stig.

Leverkusen hefði með sigri komist í ansi góða stöðu en er nú enn í 3. sætinu með 5 stig, jafn mörg stig og Roma sem er sæti ofar en mætir Barcelona síðar í kvöld. Leverkusen þarf að vonast eftir því að Barcelona vinni þann leik.

Þá hélt Zenit áfram sigurgöngu sinni og vann 2-0 sigur gegn Valencia í Rússlandi. Zenit hefur unnið alla fimm leiki sína en Valencia gæti dottið niður úr 2. sætinu eftir leik Gent og Lyon í kvöld ef þeir fyrrnefndu vinna í Frakklandi.

BATE 1 - 1 Bayer
1-0 Mikhail Gordejchuk ('2 )
1-1 Admir Mehmedi ('68 )

Zenit 2 - 0 Valencia
1-0 Oleg Shatov ('15 )
2-0 Artem Dzyuba ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner