Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Pochettino hlær að fáránlegu leikjafyrirkomulagi
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er ósáttur með að félagið þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum.

Fyrst á liðið útileik gegn Qarabag á fimmtudaginn og svo gegn Englandsmeisturum Chelsea á sunnudaginn.

Það tekur sex tíma fyrir liðið að fljúga heim frá Aserbaídsjan, þar sem leikurinn gegn Qarabag verður spilaður, og þá er lítil hvíld eftir fyrir sunnudagsleikinn sem hefst í hádeginu.

„Ég hlæ bara að þessu. Þetta er eins og vikan sem við spiluðum á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi," sagði Pochettino, en Tottenham spilaði þrjá leiki á sex dögum í upphafi mánaðarins.

„Kannski er þetta verra núna því það er sex tíma flug og svo á eftir að taka ákvörðun um hvort flogið sé til baka beint eftir leik eða næsta morgun.

„Þetta er erfið staða vegna þess að báðir möguleikarnir eru slæmir."

Athugasemdir
banner
banner
banner