þri 24. nóvember 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið helgarinnar í enska - Topplið Leicester með þrjá
Philippe Coutinho er í liðinu.
Philippe Coutinho er í liðinu.
Mynd: Getty Images
13. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram um helgina. Hér að neðan má sjá úrvalslið helgarinnar að mati whoscored.com.

Leicester skellti sér óvænt á toppinn um helgina og þrír leikmenn liðsins komast í úrvalsliðið að þessu sinni.

Liverpool, Sunderland og Everton eiga einnig tvö fulltrúa í liðinu.


Costel Pantilimon hélt hreinu í 1-0 sigri Sunderland á Crystal Palace í gær og hann er í liðinu líkt og liðsfélagi hans Sebastian Coates.

Philippe Coutinho og Martin Skrtel voru á skotskónum í 4-1 útisigri Liverpool gegn Manchester City og fyrrum liðsfélagi þeirra, Glen Johnson var besti maður Stoke í 1-0 útisigri á Southampton.

Christian Fuchs, Riyad Mahrez og N'Golo Kanté hjálpuðu Leicester á toppinn með 3-0 sigri á Newcastle.

Romelu Lukaku og Ross Barkley fóru á kostum í 4-0 sigri Everton á Aston Villa og Harry Kane skoraði tvívegis þegar Tottenham sigraði West Ham örugglega 4-1.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið helgarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner