Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2015 17:07
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal: Rooney labbar ekki beint í liðið
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United.
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að fyrirliðinn Wayne Rooney labbi ekki beint aftur í byrjunarliðið. Rooney missti af 2-1 sigri United gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn síðasta þar sem hann var rúmliggjandi veikur.

Manchester United tekur á móti PSV Eindhoven annað kvöld í Meistaradeild Evrópu. United á harma að hefna eftir að hafa tapað þegar liðin áttust við í Hollandi. United trónir á toppi B-riðils með 7 stig, PSV og Wolfsburg eru með 6 stig og CSKA Moskva rekur lestina með 4 stig en tvær umferðir eru eftir í þessum spennandi riðli.

Van Gaal segir að Rooney gangi ekki beint í byrjunarliðið.

„Þetta gerist ekkert sjálfkrafa. Þetta veltur alltaf á ákvörðun knattspyrnustjórans. Ég ber leikmenn saman, fer yfir kosti og galla. Ég tek inn í dæmið hvernig formið á mönnum er og hvað þeir hafa sýnt á æfingum. Svo þarf ég að skoða hverjir passa best í uppleggið fyrir hvern leik," segir Van Gaal.

„Það er þess vegna sem Marouane Fellaini, Anthony Martial og Wayne Rooney þurfa að sýna sig á æfingasvæðinu."

Ef United vinnur leikinn annað kvöld tryggir liðið sér sæti í 16-liða úrslitum. Bastian Schweinsteiger tók ekki þátt í æfingu dagsins en Van Gaal segist sjálfur hafa ákveðið að best væri fyrir þýska miðjumanninn að taka sér aukadag í frí. Schweinsteiger geti því spilað gegn PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner