Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2015 19:29
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zlatan: Hætti þegar mér finnst ég ekki nógu góður
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic segir að hann muni hætta í fótbolta þegar honum finnst hann ekki nógu góður lengur.

Framherjinn verður í eldlínunni annað kvöld er lið hans, PSG mætir liðinu sem Zlatan hóf ferilinn með, Malmö.

„Það hefur verið mikið talað um að þetta sé síðasta árið mitt hjá PSG en ég er sá eini sem ákveð hvað gerist."

„Ég er ekki búinn að ákveða hvað gerist í lok leiktíðar, ég nýt þess að spila fótbolta og ég er ánægður."

„Svo lengi sem mér líður vel þá mun ég halda áfram að spila og svo lengi sem mér finnst ég nógu góður, þá held ég áfram."

„Ég hef séð frábæra leikmenn sem spiluðu of lengi og þeir gátu ekki sýnt hvað í þeim bjó en mig langar ekki til þess, ég er hins vegar ánægður eins og er," sagði snillingurinn, Zlatan Ibrahimovic.
Athugasemdir
banner
banner