Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 24. nóvember 2017 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallbera: Átti erfitt með að velja en mér líður mjög vel
Hallbera er mætt aftur í Valstreyjuna.
Hallbera er mætt aftur í Valstreyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir gekk í dag frá samningi við Val um að leika með liðinu næstu þrjú árin.

Hallbera, sem er vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, lék á þessu ári með Djurgarden í Svíþjóð en hún ákvað að snúa aftur heim eftir tímabiliðið sem var að ljúka ytra.

Hin 31 árs gamla Hallbera spilaði með Breiðabliki 2015 og 2016 en hún hefur þó lengst af á meistaraflokksferli sínum á Íslandi leikið einmitt með Völsurum.

Hallbera kom til Vals frá ÍA fyrir sumarið 2006 og spilaði á Hlíðarenda út árið 2011 en þá fór hún í atvinnumennsku til Pieta í Svíþjóð. Hallbera sneri heim um mitt sumar 2014 og spilaði þá með Val hálft tímabil áður en hún fór í Breiðablik.

Hún þurfti að velja á milli Vals og Breiðabliks núna og segir að það hafi verið mjög erfitt.

„Ég talaði líka við mína í Kópavoginum, það voru tveir góðir kostir í boði og ég átti erfitt með að velja en mér líður mjög vel með ákvörðunina," sagði hún við Fótbolta.net.

„Ég var hérna lengi og er með góð tengsl við félagið. Ég átti frábærar stundir hérna. Hér fór ég úr því að vera efnilegur leikmaður af Skaganum í að verða alvöru leikmaður. Það er gaman að gera þriggja ára samning kannski klára ferilinn hérna."

Hún segir að Valsliðið verði klárlega í titilbaráttunni, en liðið endaði í þriðja sæti í sumar.

„Já, við verðum klárlega í baráttunni. En það verður að koma í ljós. Í sumar var fólk að detta í meiðsli hægri vinstri og þessir leikmenn eru að koma til baka núna þannig að það verður að reyna að púsla þessu saman. Við erum með gott lið og verðum í baráttunni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner