Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. desember 2017 11:00
Ingólfur Stefánsson
Charlie Austin ákærður - Á leið í bann
Mynd: Getty Images
Charlie Austin framherji Southampton hefur verið ákærður fyrir ofbeldisfulla hegðun af enska knattspyrnusambandinu. Austin fór með hægri fót í andlit Jonas Lössl markmanns Huddersfield í viðureign liðanna í gær.

Austin skoraði mark Southampton í 1-1 jafntefli en gæti nú átt yfir höfði sér bann þar sem að atvikið fór fram hjá dómurum leiksins en náðist á myndband.

David Wagner þjálfari Huddersfield var ósáttur með Austin þegar hann var spurður út í atvikið.

„Þetta er hlutur sem á ekki að gerast. Leikmaður á ekki að meiða andstæðing sinn viljandi. Ég kann ekki við að segja það en það lítur þannig út."

„Jonas var mjög hissa, þetta var andstyggileg tækling og eitthvað sem á ekki að sjást. Charlie Austin tók ranga ákvörðun."


Charlie Austin hefur til klukkan 5 í dag til þess að svara ásökunum knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner