sun 24. desember 2017 17:30
Ingólfur Stefánsson
Gylfi: Ég var aldrei að fara að fagna
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi aldrei komið til greina að fagna markinu sem hann skoraði gegn sínum gömlu félögum í Swansea.

Gylfi skoraði frábært mark í 3-1 sigri Everton á Swansea á dögunum en hélt fagnaðarlátunum í lágmarki í virðingarskyni við sitt gamla félag.

Gylfi segist hafa hringt heim til Íslands og talað við föður sinn daginn fyrir leikinn.

„Ég spjallaði við Pabba. Hann sagði að hvað sem myndi gerast, þá ætti ég ekki að fagna," sagði Gylfi.

„Ég eyddi þremur og hálfu ári hjá Swansea, ég spilaði minn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni hjá þeim. Ég ber of mikla virðingu fyrir félaginu. Þegar hann sagði mér að fagna ekki sagði ég að ég vissi það. Ég var aldrei að fara að fagna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner