Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. desember 2017 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Jordan Ayew: Þetta hefur verið erfið vika
Jordan Ayew fangar marki sínu í gær.
Jordan Ayew fangar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Jordan Ayew er staddur þessa stundina með Swansea í neðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Swansea fékk Crystal Palace í heimsókn í gær þar sem niðurstaðan var 1-1 jafntefli, Luka Milivojevic kom gestunum yfir á 60. mínútu leiksins en Jordan Ayew jafnaði metin fyrir heimamenn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Það allra miklvægasta var að við töpuðum ekki," var það fyrsta sem Ayew hafði að segja í viðtali eftir leikinn.

„Við vildum stigin þrjú en við fengum stig og við munum halda áfram að berjast fyrir fleiri stigum."

„Maður vill alltaf gera eins og vel og maður getur fyrir liðið sitt. Í dag gerði ég það en þetta hefur engu að síður verið erfið vika. Stjórinn okkar var rekinn en við kunnum virkilega vel við hann og við óskum honum alls hins besta," sagði Jordan Ayew en eins og hann kemur inn á þá var knattspyrnustjórinn þeirra, Paul Clement rekinn í vikunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner