sun 24. desember 2017 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Leikmaður Atalanta: Enska úrvalsdeildin er fullkomin fyrir mig
Bryan Cristante (til hægri)
Bryan Cristante (til hægri)
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Bryan Cristante er búinn að eiga gott tímabil á Ítalíu en hann er á láni hjá Atalanta frá Benfica í Portúgal.

Cristante er búinn að skora átta mörk í 21 leik fyrir Atalanta á tímabilinu

Hann segist spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn og telur að deildin myndi henta honum vel.

„Það er mikið af fólki sem segir við mig: 'Enska úrvalsdeildin er fullkominn staður fyrir þig' og ég er sammála þeim. Maður þarf að vera líkamlega sterkur ef maður ætlar að spila þar, þar er mikið um tæklingar og góðan fótbolta."

Manchester United er sagt hafa áhuga á kappanum en hann segir að fyrir nokkrum árum hafi Chelsea sýnt honum áhuga.

„Ég fékk að vita það þegar ég var að leika mína síðustu leiki með yngri liðum AC Milan að það hafi njósnarar frá Chelsea verið að fylgjast með mér."

„Að spila í ensku úrvalsdeildinni var draumur þá og er en draumur í dag, ég vona bara að þetta verði að veruleika í framtíðinni, en hvenær það gerist það er ég ekki viss um."
Athugasemdir
banner
banner