Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. desember 2017 14:00
Ingólfur Stefánsson
Mourinho: Barnaleg frammistaða
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho þjálfari Manchester United segir að lið sitt hafi spilað barnalega í 2-2 jafntefli gegn Leicester í gær.

Jamie Vardy kom Leicester yfir í leiknum en tvö mörk frá Juan Mata virtust ætla að tryggja United sigur í leiknum þar til Harry Maguire jafnaði metinn á lokasekúndunum.

United menn fengu fullt af færum til að ganga frá leiknum en tókst ekki að nýta sér þau.

„Ég veit ekki hvernig við unnum ekki." sagði Mourinho í viðtali eftir leik.

„Við klúðruðum mörgum dauðafærum, færi sem voru brandarar, og svo í lokin gerum við varnarmistök. Þetta var samansafn mistaka í leik sem við áttum að vinna auðveldlega."

„Við vorum barnalegir í sókn og við vorum barnalegir í vörn. Við töpuðum tveimur stigum."


Manchester United er nú 13 stigum frá nágrönnum sínum í Manchester City á toppi deildarinnar. Þetta hefur ekki verið frábær vika fyrir lærisveina Mourinho en jafnteflið gegn Leicester kom einungis þremur dögum eftir að þeir duttu úr Carabao bikarnum fyrir Bristol City.
Athugasemdir
banner
banner