Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 24. desember 2017 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Puel vonar að stuðningsmenn Leicester muni eiga yndisleg jól
Hetja Leicester og Claude Puel eftir leikinn í gær.
Hetja Leicester og Claude Puel eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Claude Puel knattspyrnustjóri Leicester City mætti sáttur í viðtal eftir jafntefli sinna manna í gær við Manchester United.

Harry Maguire jafnaði á síðustu stundu fyrir Leicester og því stigið einstaklega sætt fyrir þá.

Puel ræddi jöfnunarmark Maguire við fréttamann í gærkvöldi.

„Ég held að hann hafi einnig getað skorað í fyrri hálfleik. Við fengum góð færi, þetta var góður leikur gegn góðu liði."

„Ég tel að þetta muni gefa okkur meira sjálfstraust fyrir jólatörnina," en Leicester mætir næst Watford á útivelli á öðrum degi jóla.

Puel endaði svo viðtalið með því að þakka stuðningsmönnum Leicester fyrir stuðninginn.

„Stuðningsmennirnir gáfu okkur auka kraft svo ég vona að þeir muni eiga yndisleg jól."
Athugasemdir
banner
banner
banner