Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 24. desember 2017 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Santa Cruz segir Manchester City vera ekkert venjulegt lið
Mynd: Getty Images
Paragvæinn Roque Santa Cruz sem lék með Manchester City á árunum 2009 til 2013 er virkilega hrifinn af spilamennsku þeirra þessa dagana og talar um að liðið sé ekkert venjulegt lið.

„Úrslitin tala sínu máli, 16 sigrar í röð er enginn venjulegur árangur, þetta er sögulegur árangur. Enska úrvalsdeildin er mjög jöfn og erfið deild og að vinna alla þessa leiki er mjög erfitt."

„En þrátt fyrir það hafa þeir ekki búið til mjög stórt bil á milli sín og United, við erum að horfa upp á óvenjulegt tímabil," sagði hinn 36 ára gamli Roque Santa Cruz.

„En við skulum bíða og sjá hvernig staðan verður þegar desember er á enda, þetta er mánuður sem getur gefið góða sýn á það hvernig þetta muni enda í vor."

Santa Cruz leikur í dag í heimalandi sínu með Olimpia, en hann lék með Bayern Munchen og Blackburn áður en hann fór til Manchester City árið 2009.

Tekið skal fram að viðtalið er tekið fyrir leik Manchester City í gær því sigrarnir eru núna orðnir 17 í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner