„Við áttum ekkert skilið úr þessu. FH var betra liðið allan leikinn," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, eftir 3-0 tap gegn FH á Fótbolta.net mótinu. FH komst í úrslitaleikinn með sigri. Breiðablik vann mótið í fyrra.
„Mér fannst við vera í veseni. Við vitum alveg hvað FH gerir og það kom okkur ekki á óvart. Við vorum ekki nægilega góðir og þurfum að fara yfir það sem vantar uppá. Það er ömurlegt að tapa."
Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja.
„Okkur verður refsað þar grimmilega ef við sýnum svona frammistöðu. Við verðum að vera miklu gíraðri."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir